Svona förum við með börn þessa heims, og það er þyngra en tárum taki. Ég var að skoða greinar um matarsóun, bara í fyrradag, þar sem verslanir voru að farga heilu kössunum af grænmeti. Einhvern veginn er þetta allt svona vegna þess að við höfum skapað heimskerfi þar sem gæðunum er misskipt. Hvað er þetta annað en eigingjarn heimur, þegar að við viljum hafa allt út af fyrir okkur? .. Hinir mega ekki njóta þess sem við höfum? - Já, ég segi "við" því við erum öll íbúar á jörðinni og ættum að skipta því sem hún gefur okkur réttlátlega með okkur.
Því miður er ég líka forrituð á þennan máta, eins og flest annað fólk, en viðurkenni vitleysuna og ég trúi því einlæglega að ef við mannfólkið værum kærleiksríkari þá deildum við öllum heimsins gæðum á réttlátari hátt.
Það er hægt að byrja með viljayfirlýsingu. Í stjórnarskrá Bandaríkjanna stendur að allir menn séu skapaðir jafnir, en það getur engan veginn gengið upp þegar að þeir meina sumum að vera jafnir. Þá verður þetta í besta falli "Animal Farm" Orwells, þar sem "Sumir eru skapaðir meira jafnir en aðrir" ..
Blessað barnið að lifa svona æfi og aumingjans faðir hennar sem var að leita að betra lífa fyrir sig og stúlkuna sína.